Tækifæri samvinnufélaga

Segja má að blómaskeið kaupfélaganna og samvinnufélaga á Íslandi hafi ríkt um miðja öld, frá sjötta

og til og með áttunda ártugnum og svo fór að halla undan fæti. Nýliðun og gróska í starfsem

samvinnufélaga hefur verið tilölulega lítil síðustu ár. En vaxtarsprotar og nýjungar spretta upp víða í

Evrópu, og eru til að mynda netvangar til viðskipta ýmis konar spennandi tækifæri. Einnig þróun

vinnumarkaðar og smárra fyrirtækja, þar sem gigg hagkerfið svokallaða hefur stækkað, en því fylgja

áskoranir sem meðal annars hefur verið mætt með stofnun samvinnufélaga erlendis og sú getur

einnig orðið raunin hérlendis.

Stofnun samvinnufélags er tæknilega séð tiltölulega einföld, og krefst ekki mikilla

fjárhagsskuldbinding, heldur frekar að hópur aðila sem hefur sameiginlegra hagsmuna að gæta

bindist samtökum að því marki sem þeir telja hagfellt. Tækifæri til nýsköpunar eru fjölmörg, t.d.

innan stórra atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, þar sem margir ólíkir aðilar, stór og smá fyrirtæki

koma að þjónustu við hvern ferðmanna á einhverjum tímapunkti. Einnig eru mörg tækifæri innan

skapandi greina, þar sem einmitt er algengt að fyrirtæki sé smá og sinni afmörkuðu hlutverki en eru á

sama tíma hluti af stærri heild. Á tímum heimsfaraldurs sem haft hefur afgerandi áhrif á allt atvinnulíf

síðan vorið 2020 hefur komið berlega í ljós hve þessar greinar geta verið berskjaldaðar, ef þær

byggjast mikið upp í kringum rekstur einstaklinga eða afar smárra fyrirtækja. Samtakamáttur

samvinnufélags getur vafalaust verið hluti lausninnar, því samvinnufélög hafa sýnt þrautseigju og

stöðuleika gegnum fyrri kreppur og efnahgasþrengingar.